Mér var farið að finnast eitthvað fáir hafa áhuga á þessum fréttum mínum þannig að ég er búin að vera frekar löt að skrifa hérna. Það er líka búið að vera geðveikislega mikið að gera hjá mér seinustu vikur! Enda er mér illt í hálsi, eyrum og nefi í dag, púra þreytueinkenni held ég.
Ég byrjaði á því að taka að mér frekar eitt stórt verkefni í praktíkinni og svo eitt "lítið" og skemmtilegt. Þetta þýddi að ég var uppí skóla á mánudögum sveitt að reikna áreiðanleika út frá 9 til fjögur (mjög oft án pása) og var svo að greina vídeó til klukkan hálf sjö. Hina dagana var ég uppí skóla frá 9 til fimm að vinna í praktíkinni. Ekki öll verkefnin voru jafn skemmtileg og ég alltaf ein á skrifstofunni minni sem var frekar einmannalegt þannig að ég var orðin mjög háð útvarpinu mínu. Mér var svo boðið að koma með til Kaupmannahafnar og halda hálftíma fyrirlestur um niðurstöður úr litlu rannsókninni minni. Ég hafði voða lítinn tíma til að klára rannsóknina og var að búa til slide show kvöldið áður þannig að ég náði voða lítið að undirbúa hvernig ég ætlaði að segja frá niðurstöðunum. Ferðin gekk vel og það var tekið ótrúlega vel á móti okkur í Kaupmannahöfn. Við vorum í Center for familieudvikling sem er staður sem sérhæfir sig í parþerapíu og þess háttar. Ég átti svo að segja þeim hvaða umræðuefni er "vinsælast" þegar pör úr stórri phd rannsókn áttu að ræða "heit" vandamál. Helstu niðurstöður mínar voru svo að að fólk ræðir mjög mikið um heimilisstörf og samskipti, ég skoðaðir reyndar ýmisslegt annað sem var líka rætt mikið. Ég var mjög ánægð með fyrirlesturinn og við höfðum það huggulegt þarna og allir voru alveg rosalega næs. Við sungum sumarsöngva og borðuðum hádegismat á litlum svölum uppá 6.hæð með útsýni yfir þök Striksins í Kaupmannahöfn sem er sjarmerandi. Allir voru æstir í að tala um hin og þessi verkefni sem þeir voru að vinna að og ég fræddist ótrúlega mikið um heimilisofbeldi, samtalsmeðferð fyrir pör, rannsóknarsnið og fleira gotterí fyrir heilann. Ég hitti svo Gunna, Nínu og Axel litla eftir fyrirlesturinn og hafði það huggó með þeim þangað til ég fór aftur til Aarhus. Ég er svo formlega búin með praktíkin mína núna og er þokkalega ánægð með það! Mér var að meira að segja boðið að koma og vinna sem rannsóknaraðstoðarmaður í stórri rannsókn á tannlækna fóbíu sem byrjar í september en ég verð frekar busy þá hehe.
Svo eftir að hafa klárað praktíkina þurfti ég að klára tvær 20 blaðsíðna ritgerðir á einni helgi plús að ég og Frank þurftum að pakka nánast öllu dótinu okkar. Þetta var ekkert rosalega auðvelt og ég var að drepast í öllum líkamanum á sunnudeginum. Það frekar erfitt að flytja með svona bumbu ! Það er ótrúlegt hvað magavöðvarnir verða slappir og stuttir. Við Frank vorum einmitt að spá í að hanna bumbuhaldara fyrir óléttar konur hehe. Á mánudaginn fluttum við svo allt okkar hafurtask í nýju íbúðina okkar sem var mjög erfitt. Þeir sem hjálpuðu voru líka alveg ónýtir eftir þetta allt saman. Við búum náttúrulega uppá 4.hæð á íslenskum mælikvarða og gangurinn okkar er frekar þröngur þannig að það var erfitt að bera allt dótið niður en núna erum við samt BARA á annari hæð sem er ekki jafn slæmt hehe. Verkefnunum var skilað í gær og við erum komin í nýju ibúðina sem er amk fyrsta skrefið. Núna er ég umvafin fjalli af drasli og á frekar erfitt með að gera eitt eða neitt. Frank er svo stressaður og upptekinn þessa dagana þannig að hann kemur heim heim úr vinnunni bara til að borða og halda áfram að vinna.
Ég þarf víst að skrifa enn eina ritgerðina en að þessu sinni eru síðurnar bara átta! Við eigum svo eftir að kaupa gardínur í alla glugga og ljós í alla íbúðina, núna erum við með tvo lampa sem við færum á milli herbergja haha. Gott væri að vera með bíl því þá gæti maður skruppið í IKEA og fjárfest aðeins í hinu og þessu. Annars ætlum við reyndar að gera stórar fjárfestingar á næstunni í tilefni þess að við séum að byrja nýtt líf og að litla krúttið okkar sé að fara að koma eftir um þrjá mánuði. Meðal annars ætlum við að kaupa stóran svefnsófa svo fólk geti komið í heimsókn til okkar og gist ;)
Við erum svo að fara til Kaupmannahafnar á föstudaginn á tónleika í tilefni þess að Frank verður þrítugur :) Svo fer að líða að því að allir vinir mínir flytji heim til Íslands :( Vá hvað geri ég án þeirra!!! Reyndar verður ein stelpa eftir sem býr nálægt mér og er með lítið barn þannig að við ætlum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Ég gæti skrifað endalaust enda komið langt síðan síðast og ALLT er búið að gerast! haha
Vonandi hafið þið það öll gott þarna úti!! :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Vá það er aldeilis sem þér er ekki búið að leiðast dúllan mín. Til hamingju með að vera búin með praktíkina flott að heyra að fyrirlesturinn hafi gengið svona vel en reyndar ekki við öðru að búast frá þér :)
Einnig til hamingju með að vera búin að flytja ég get rétt ímyndað mér að það sé erfitt að flytja með eitt stykki kúlu. Ég þekki þetta að flytja á 3-4 hæð svooooooo leiðinlegt.
Getið þið ekki tekið því bara rólega í að koma ykkur fyrir þó það sé reyndar leiðinlegt að hafa allt í dóti?
Farðu nú vel með þig ég bjalla nú á þig við tækifæri :).
knús
gaman að fá fréttir af þér. vona að allt gangi vel með den lille guldklump, og gangi þér vel á lokasprettinum. hvaða tónleika eruð þið svo að fara á?
Óvænt ánægja að sjá nýtt blogg þegar maður lítur hingað inn. Gaman að því. Til hamingju með allt sem er að gerast hjá þér. Er svo ekki um að gera að skella nýjum myndum af íbúðinni þegar dótið verður komið á sinn stað, þú munt áræðinlega gera allt voða kósí og fínt ef ég þekki þig rétt.
Takk :) Gaman að einhver nenni að lesa fréttirnar mínar ;)
Er að fara á Psyched up Janis á Vega, það var uppáhalds hljómsveitin hans Frank í gamla daga hehe. Ég þekki þá ekkert rosalega vel en hlakkar til að fara eitthvað út á tjúttið. Við stoppum samt bara einn dag og þurfum að drífa okkur til Horsens því mamma hans Frank ætlar að vera með rosa veislu fyrir hann. Verð samt að fara að hitta þig Inga ! :)Það væri gaman að skreppa til Kaupmannahafnar og vera þar í nokkra daga og ná að gera eitthvað skemmtilegt. kannski geri ég það í sumar og hef þá samband og svo eruð þið alltaf velkomin til Aarhus, nú er nóg pláss fyrir ykkur ef þið viljið gista ;)
Frábært að kíkja inn á síðuna og sjá nýtt blogg (er ekki alveg að nenna að vinna).
Ekkert smá flott hjá þér að vera búin að halda fyrirlestur í köben og
að hafa verið boðið að halda áfram á rannsóknarstofunni ... þú hefur greinilega rúllað upp praktíkinni :)
Til hamingju með nýju íbúðina.
Segi það sama og aðrir..gaman að kíkja hérna inn og sjá nýja færslu! Alltaf gaman að lesa fréttir af þér og takk fyrir hvað þú ert dugleg að skrifa í gestabókina hjá KDG;) Knús og kossar frá Sviss
Hæ sæta frænka,
yndislegt að fá nýjar fréttir af ykkur - það hefur greinilega verið alveg nóg að gera hjá þér :) Til hamingju með að vera búin með praktíkina og nýju íbúðina og gamla manninn þinn ;)
Hvenær ætlarðu að kíkja heim í sumar?? Hlakka til að sjá þig sæta,
knús Vera.
ohh en gaman. væri svo til í að hitta þig fljótt. ég bý sko við hliðina Vega, hefði svooo verið til í að stökkva út og bara smella á þig einum kossi áður en þú fórst á tónleikana:) en alla vegana þá eruð þið líka alltaf velkomin að gista hér hjá okkur. verðum í bandi fljótt:)
Post a Comment