Wednesday, June 10, 2009

Kaupmannahöfn-Horsens-Aarhus

Seinasta helgi vera ansi góð. Við störtuðum þreyttum föstudegi (ennþá þreytt eftir alla flutningana) á því að fara með rútunni til Kaupmannahafnar. Á leiðinni sáum við þýskan kafbát! Svo sat lítill japani við hliðina á okkur í ferjunni sem var að teikna allan tíman frekar svalar japanskar myndir í litla bók, þannig að hann teiknaði bara á bókstafina sem var frekar flott. Við vorum svo í Kaupmannahöfn hjá Gunna og Nínu og Axeli litla ofurkrútti og hittum svo Jesper og Henriette niðrí bæ fyrir tónleikana. Það var festival á götum úti í Vesterbro og verið að spila allskonar geggjaða tónlist. Það var til dæmis verið að spila mjög svala elektró tónlist og það fyndna var að allir rónarnir voru farnir að dansa og svo við hliðina á þeim dönsuðu krakkar með foreldrum sínum. Kaupmannahöfn er svöl! :)
Þetta var í fyrsta sinn sem ég kem inn á Stóra Vega (skamm!) og vá hvað þetta er ógeðslega flottur staður. Alveg original frá 1956 sem er sko alveg minn tebolli. Tónleikarnir voru mjög góðir og fólk hreinlega missti sig í lokin því þetta voru líklegast seinustu tónleikar Psyched up Janis ever eða amk í mörg ár. Fólk crowd surfaði á milljón og hoppaði eins og villingar. Sem betur fer sat ég í sæti á svölunum og gat því verið alveg róleg með bumbuna mína ;) Sá litli var búinn að taka því óvenju rólega þennan daginn og ég var að verða stressuð yfir því en svo þegar rokkið byrjaði færðist aldeilis líf yfir þann stutta ;) Greinilega rokkari eins og mamman! (...ok og pabbinn). Daginn eftir vorum við vakin með "lagkage" og bollum nammmi nammi! Takk Nína :) Síðan var brunað með lestinni til Horsens þar sem okkar beið enn ein snilldar lagkagen og kaffi :) Foreldrar Franks voru búin panta mat af veitingastað fyrir 10 manns en við fengum heilu fjöllin af mat og við hefðum örugglega getað boðið allri götunni í mat. Það voru allskonar mismunandi réttir og svo svakalegt kökuhlaðborð á eftir-me likey. Ég var svo södd að ég gat varla andað og gat ekki einu sinni smakkað alla eftirréttina sem var bömmer hehe. Frank fékk fullt af góðum gjöfum og ég fékk eina líka ;) Fékk rosalega flottan síðerma bol frá systur hans Frank sem ég get verið í eitthvað áfram og svo eftir að ég er búin að eiga.

Ég fór til ljósunnar í dag og allt gekk rosa vel og er eins og það á að vera sem er bara æðislegt. Ég var hrædd um blóðþrýstinginn en hann er dottinn niður aftur og er eiginlega bara mjög lár. Þetta stress og flutningar voru kannski ekkert það besta fyrir líkamann en ég er ánægð með að ég hafi þolað þetta og sé í góðum málum.

Næsta mál á dagskrá er að þrífa Herluf gamla fyrir hann Allan sem ætlar að taka yfir um helgina. Ég á eftir að sakna þess svo að búa hérna en hlakkar líka rosalega til að koma mér vel fyrir í Hvidklövervej :) Allan er algjörlega ástfanginn af Herluf og er að springa úr spenningi að fá að flytja inn sem er æðislegt því maður þarf að elska þessa íbúð til að geta búið hérna. Ég hlustaði á Rás tvö í allan gærdag á netinu á meðan ég þreif í um 6 tíma! Var svo orðin ansi lúin í grindinni og bakinu undir lokin. Í dag verður leikurinn endurtekinn og vonandi næ ég að klára að þrífa.

Gaman að vita að það sé fólk þarna úti sem nennir að lesa bloggið :) Takk!

og Inga mín já það hefði sko verið gaman að smella einum á þig líka! Það getur verið að ég fari bráðlega aftur til Köben og þá læt ég þig sko vita!

4 comments:

Ásdís said...

Það er aldeilis dugnaður í ykkur skötuhjúunum. Þið eruð svo dugleg að gera eitthvað skemmtilegt.
Já og til hamingju með Frank :).
Kiss og knús
væri gaman að sjá nýjar kúlumyndir hint hint blikk blikk ;) maður eru svo forvitin og vill fylgjast með.

Anna Þorbjörg said...

Gaman að bloggið er allt að lifna við. Þú ert nú meiri forkurinn í þrifum! Hlakka til að koma einn daginn í heimsókn í nýju íbúðina, fékk nú að hitta Herluf og kunni nú bara ansi vel við hann.
Tek undir með Ásdísi, væri alveg til í fleiri myndir af bumbu sem og auðvitað af nýjum íbúðinni :)

Soffía said...

Gaman að lesa fréttir af þér og þinni svölu family ;0)
Já þetta litla kríli fær sko tónlistar gjöfina snemma, ekki slæmt, man einmitt þegar við fórum á úti Sigurrósar tónleika meðan ég var ólétt, það var æðislegt.
Tek undir hinum tveim, endilega setja inn eða senda bumbumyndir + myndir af nýju íbúðinni :)
Knús og koss...

Anonymous said...

Verð að taka nokkra myndir um helgina af bæði bumbu og íbúð. Reyndar er nýja íbúðin bara ennþá í rosalega miklu messi því við eigum svo lítið af húsgögnum og svona en þið látið það ekkert á ykkur fá vonandi. Ég er búin að taka helling af myndum af Herluf gamla og skelli þeim kannski inn um helgina, bara svona fyrir þá sem ekki hafa séð hann. Ætla að reyna að vera dugleg við að blogga hérna núna því ég ætti að hafa góðan tíma til þess :)Góða helgi!

Kv Kristrún