Seinasta helgi vera ansi góð. Við störtuðum þreyttum föstudegi (ennþá þreytt eftir alla flutningana) á því að fara með rútunni til Kaupmannahafnar. Á leiðinni sáum við þýskan kafbát! Svo sat lítill japani við hliðina á okkur í ferjunni sem var að teikna allan tíman frekar svalar japanskar myndir í litla bók, þannig að hann teiknaði bara á bókstafina sem var frekar flott. Við vorum svo í Kaupmannahöfn hjá Gunna og Nínu og Axeli litla ofurkrútti og hittum svo Jesper og Henriette niðrí bæ fyrir tónleikana. Það var festival á götum úti í Vesterbro og verið að spila allskonar geggjaða tónlist. Það var til dæmis verið að spila mjög svala elektró tónlist og það fyndna var að allir rónarnir voru farnir að dansa og svo við hliðina á þeim dönsuðu krakkar með foreldrum sínum. Kaupmannahöfn er svöl! :)
Þetta var í fyrsta sinn sem ég kem inn á Stóra Vega (skamm!) og vá hvað þetta er ógeðslega flottur staður. Alveg original frá 1956 sem er sko alveg minn tebolli. Tónleikarnir voru mjög góðir og fólk hreinlega missti sig í lokin því þetta voru líklegast seinustu tónleikar Psyched up Janis ever eða amk í mörg ár. Fólk crowd surfaði á milljón og hoppaði eins og villingar. Sem betur fer sat ég í sæti á svölunum og gat því verið alveg róleg með bumbuna mína ;) Sá litli var búinn að taka því óvenju rólega þennan daginn og ég var að verða stressuð yfir því en svo þegar rokkið byrjaði færðist aldeilis líf yfir þann stutta ;) Greinilega rokkari eins og mamman! (...ok og pabbinn). Daginn eftir vorum við vakin með "lagkage" og bollum nammmi nammi! Takk Nína :) Síðan var brunað með lestinni til Horsens þar sem okkar beið enn ein snilldar lagkagen og kaffi :) Foreldrar Franks voru búin panta mat af veitingastað fyrir 10 manns en við fengum heilu fjöllin af mat og við hefðum örugglega getað boðið allri götunni í mat. Það voru allskonar mismunandi réttir og svo svakalegt kökuhlaðborð á eftir-me likey. Ég var svo södd að ég gat varla andað og gat ekki einu sinni smakkað alla eftirréttina sem var bömmer hehe. Frank fékk fullt af góðum gjöfum og ég fékk eina líka ;) Fékk rosalega flottan síðerma bol frá systur hans Frank sem ég get verið í eitthvað áfram og svo eftir að ég er búin að eiga.
Ég fór til ljósunnar í dag og allt gekk rosa vel og er eins og það á að vera sem er bara æðislegt. Ég var hrædd um blóðþrýstinginn en hann er dottinn niður aftur og er eiginlega bara mjög lár. Þetta stress og flutningar voru kannski ekkert það besta fyrir líkamann en ég er ánægð með að ég hafi þolað þetta og sé í góðum málum.
Næsta mál á dagskrá er að þrífa Herluf gamla fyrir hann Allan sem ætlar að taka yfir um helgina. Ég á eftir að sakna þess svo að búa hérna en hlakkar líka rosalega til að koma mér vel fyrir í Hvidklövervej :) Allan er algjörlega ástfanginn af Herluf og er að springa úr spenningi að fá að flytja inn sem er æðislegt því maður þarf að elska þessa íbúð til að geta búið hérna. Ég hlustaði á Rás tvö í allan gærdag á netinu á meðan ég þreif í um 6 tíma! Var svo orðin ansi lúin í grindinni og bakinu undir lokin. Í dag verður leikurinn endurtekinn og vonandi næ ég að klára að þrífa.
Gaman að vita að það sé fólk þarna úti sem nennir að lesa bloggið :) Takk!
og Inga mín já það hefði sko verið gaman að smella einum á þig líka! Það getur verið að ég fari bráðlega aftur til Köben og þá læt ég þig sko vita!
Wednesday, June 10, 2009
Wednesday, June 03, 2009
Nýtt blogg-Nýtt líf
Mér var farið að finnast eitthvað fáir hafa áhuga á þessum fréttum mínum þannig að ég er búin að vera frekar löt að skrifa hérna. Það er líka búið að vera geðveikislega mikið að gera hjá mér seinustu vikur! Enda er mér illt í hálsi, eyrum og nefi í dag, púra þreytueinkenni held ég.
Ég byrjaði á því að taka að mér frekar eitt stórt verkefni í praktíkinni og svo eitt "lítið" og skemmtilegt. Þetta þýddi að ég var uppí skóla á mánudögum sveitt að reikna áreiðanleika út frá 9 til fjögur (mjög oft án pása) og var svo að greina vídeó til klukkan hálf sjö. Hina dagana var ég uppí skóla frá 9 til fimm að vinna í praktíkinni. Ekki öll verkefnin voru jafn skemmtileg og ég alltaf ein á skrifstofunni minni sem var frekar einmannalegt þannig að ég var orðin mjög háð útvarpinu mínu. Mér var svo boðið að koma með til Kaupmannahafnar og halda hálftíma fyrirlestur um niðurstöður úr litlu rannsókninni minni. Ég hafði voða lítinn tíma til að klára rannsóknina og var að búa til slide show kvöldið áður þannig að ég náði voða lítið að undirbúa hvernig ég ætlaði að segja frá niðurstöðunum. Ferðin gekk vel og það var tekið ótrúlega vel á móti okkur í Kaupmannahöfn. Við vorum í Center for familieudvikling sem er staður sem sérhæfir sig í parþerapíu og þess háttar. Ég átti svo að segja þeim hvaða umræðuefni er "vinsælast" þegar pör úr stórri phd rannsókn áttu að ræða "heit" vandamál. Helstu niðurstöður mínar voru svo að að fólk ræðir mjög mikið um heimilisstörf og samskipti, ég skoðaðir reyndar ýmisslegt annað sem var líka rætt mikið. Ég var mjög ánægð með fyrirlesturinn og við höfðum það huggulegt þarna og allir voru alveg rosalega næs. Við sungum sumarsöngva og borðuðum hádegismat á litlum svölum uppá 6.hæð með útsýni yfir þök Striksins í Kaupmannahöfn sem er sjarmerandi. Allir voru æstir í að tala um hin og þessi verkefni sem þeir voru að vinna að og ég fræddist ótrúlega mikið um heimilisofbeldi, samtalsmeðferð fyrir pör, rannsóknarsnið og fleira gotterí fyrir heilann. Ég hitti svo Gunna, Nínu og Axel litla eftir fyrirlesturinn og hafði það huggó með þeim þangað til ég fór aftur til Aarhus. Ég er svo formlega búin með praktíkin mína núna og er þokkalega ánægð með það! Mér var að meira að segja boðið að koma og vinna sem rannsóknaraðstoðarmaður í stórri rannsókn á tannlækna fóbíu sem byrjar í september en ég verð frekar busy þá hehe.
Svo eftir að hafa klárað praktíkina þurfti ég að klára tvær 20 blaðsíðna ritgerðir á einni helgi plús að ég og Frank þurftum að pakka nánast öllu dótinu okkar. Þetta var ekkert rosalega auðvelt og ég var að drepast í öllum líkamanum á sunnudeginum. Það frekar erfitt að flytja með svona bumbu ! Það er ótrúlegt hvað magavöðvarnir verða slappir og stuttir. Við Frank vorum einmitt að spá í að hanna bumbuhaldara fyrir óléttar konur hehe. Á mánudaginn fluttum við svo allt okkar hafurtask í nýju íbúðina okkar sem var mjög erfitt. Þeir sem hjálpuðu voru líka alveg ónýtir eftir þetta allt saman. Við búum náttúrulega uppá 4.hæð á íslenskum mælikvarða og gangurinn okkar er frekar þröngur þannig að það var erfitt að bera allt dótið niður en núna erum við samt BARA á annari hæð sem er ekki jafn slæmt hehe. Verkefnunum var skilað í gær og við erum komin í nýju ibúðina sem er amk fyrsta skrefið. Núna er ég umvafin fjalli af drasli og á frekar erfitt með að gera eitt eða neitt. Frank er svo stressaður og upptekinn þessa dagana þannig að hann kemur heim heim úr vinnunni bara til að borða og halda áfram að vinna.
Ég þarf víst að skrifa enn eina ritgerðina en að þessu sinni eru síðurnar bara átta! Við eigum svo eftir að kaupa gardínur í alla glugga og ljós í alla íbúðina, núna erum við með tvo lampa sem við færum á milli herbergja haha. Gott væri að vera með bíl því þá gæti maður skruppið í IKEA og fjárfest aðeins í hinu og þessu. Annars ætlum við reyndar að gera stórar fjárfestingar á næstunni í tilefni þess að við séum að byrja nýtt líf og að litla krúttið okkar sé að fara að koma eftir um þrjá mánuði. Meðal annars ætlum við að kaupa stóran svefnsófa svo fólk geti komið í heimsókn til okkar og gist ;)
Við erum svo að fara til Kaupmannahafnar á föstudaginn á tónleika í tilefni þess að Frank verður þrítugur :) Svo fer að líða að því að allir vinir mínir flytji heim til Íslands :( Vá hvað geri ég án þeirra!!! Reyndar verður ein stelpa eftir sem býr nálægt mér og er með lítið barn þannig að við ætlum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Ég gæti skrifað endalaust enda komið langt síðan síðast og ALLT er búið að gerast! haha
Vonandi hafið þið það öll gott þarna úti!! :)
Ég byrjaði á því að taka að mér frekar eitt stórt verkefni í praktíkinni og svo eitt "lítið" og skemmtilegt. Þetta þýddi að ég var uppí skóla á mánudögum sveitt að reikna áreiðanleika út frá 9 til fjögur (mjög oft án pása) og var svo að greina vídeó til klukkan hálf sjö. Hina dagana var ég uppí skóla frá 9 til fimm að vinna í praktíkinni. Ekki öll verkefnin voru jafn skemmtileg og ég alltaf ein á skrifstofunni minni sem var frekar einmannalegt þannig að ég var orðin mjög háð útvarpinu mínu. Mér var svo boðið að koma með til Kaupmannahafnar og halda hálftíma fyrirlestur um niðurstöður úr litlu rannsókninni minni. Ég hafði voða lítinn tíma til að klára rannsóknina og var að búa til slide show kvöldið áður þannig að ég náði voða lítið að undirbúa hvernig ég ætlaði að segja frá niðurstöðunum. Ferðin gekk vel og það var tekið ótrúlega vel á móti okkur í Kaupmannahöfn. Við vorum í Center for familieudvikling sem er staður sem sérhæfir sig í parþerapíu og þess háttar. Ég átti svo að segja þeim hvaða umræðuefni er "vinsælast" þegar pör úr stórri phd rannsókn áttu að ræða "heit" vandamál. Helstu niðurstöður mínar voru svo að að fólk ræðir mjög mikið um heimilisstörf og samskipti, ég skoðaðir reyndar ýmisslegt annað sem var líka rætt mikið. Ég var mjög ánægð með fyrirlesturinn og við höfðum það huggulegt þarna og allir voru alveg rosalega næs. Við sungum sumarsöngva og borðuðum hádegismat á litlum svölum uppá 6.hæð með útsýni yfir þök Striksins í Kaupmannahöfn sem er sjarmerandi. Allir voru æstir í að tala um hin og þessi verkefni sem þeir voru að vinna að og ég fræddist ótrúlega mikið um heimilisofbeldi, samtalsmeðferð fyrir pör, rannsóknarsnið og fleira gotterí fyrir heilann. Ég hitti svo Gunna, Nínu og Axel litla eftir fyrirlesturinn og hafði það huggó með þeim þangað til ég fór aftur til Aarhus. Ég er svo formlega búin með praktíkin mína núna og er þokkalega ánægð með það! Mér var að meira að segja boðið að koma og vinna sem rannsóknaraðstoðarmaður í stórri rannsókn á tannlækna fóbíu sem byrjar í september en ég verð frekar busy þá hehe.
Svo eftir að hafa klárað praktíkina þurfti ég að klára tvær 20 blaðsíðna ritgerðir á einni helgi plús að ég og Frank þurftum að pakka nánast öllu dótinu okkar. Þetta var ekkert rosalega auðvelt og ég var að drepast í öllum líkamanum á sunnudeginum. Það frekar erfitt að flytja með svona bumbu ! Það er ótrúlegt hvað magavöðvarnir verða slappir og stuttir. Við Frank vorum einmitt að spá í að hanna bumbuhaldara fyrir óléttar konur hehe. Á mánudaginn fluttum við svo allt okkar hafurtask í nýju íbúðina okkar sem var mjög erfitt. Þeir sem hjálpuðu voru líka alveg ónýtir eftir þetta allt saman. Við búum náttúrulega uppá 4.hæð á íslenskum mælikvarða og gangurinn okkar er frekar þröngur þannig að það var erfitt að bera allt dótið niður en núna erum við samt BARA á annari hæð sem er ekki jafn slæmt hehe. Verkefnunum var skilað í gær og við erum komin í nýju ibúðina sem er amk fyrsta skrefið. Núna er ég umvafin fjalli af drasli og á frekar erfitt með að gera eitt eða neitt. Frank er svo stressaður og upptekinn þessa dagana þannig að hann kemur heim heim úr vinnunni bara til að borða og halda áfram að vinna.
Ég þarf víst að skrifa enn eina ritgerðina en að þessu sinni eru síðurnar bara átta! Við eigum svo eftir að kaupa gardínur í alla glugga og ljós í alla íbúðina, núna erum við með tvo lampa sem við færum á milli herbergja haha. Gott væri að vera með bíl því þá gæti maður skruppið í IKEA og fjárfest aðeins í hinu og þessu. Annars ætlum við reyndar að gera stórar fjárfestingar á næstunni í tilefni þess að við séum að byrja nýtt líf og að litla krúttið okkar sé að fara að koma eftir um þrjá mánuði. Meðal annars ætlum við að kaupa stóran svefnsófa svo fólk geti komið í heimsókn til okkar og gist ;)
Við erum svo að fara til Kaupmannahafnar á föstudaginn á tónleika í tilefni þess að Frank verður þrítugur :) Svo fer að líða að því að allir vinir mínir flytji heim til Íslands :( Vá hvað geri ég án þeirra!!! Reyndar verður ein stelpa eftir sem býr nálægt mér og er með lítið barn þannig að við ætlum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Ég gæti skrifað endalaust enda komið langt síðan síðast og ALLT er búið að gerast! haha
Vonandi hafið þið það öll gott þarna úti!! :)
Subscribe to:
Posts (Atom)