Tuesday, January 27, 2009

Nútíma umskurður

Skrifaði þessa færslu fyrir Akureyrargellurnar en ákvað að skella þessu inn hérna líka :

Ég hef alltaf fylgst vel með femínistaumræðunni en finnst of að umræðan sé orðin pínu þunn og full af endurtekningum. Ég horfði þó á heimildaþátt um konu sem vildi skoða málið aðeins því móðir hennar hafði verið harðsnúinn feministi á hippatímanum og var á móti ÖLLU og dóttirin var kannski ekki alveg sammála en vildi skoða hvernig staðan væri úti í samfélaginu miðað við þá. Mamman barðist til dæmis á móti því að konur rökuðu sig og þess háttar sem henni fannst kúgandi fyrir konur. Dóttirin var reyndar mjög venjuleg stelpa og vildi bara á hlutlausan hátt kanna stöðuna á fegurðarrímyndinni.

Ætla ekkert að segja ykkur endilega frá öllu sem gerðist en það sem ég sjokkeraðist mest yfir er að það nýjasta í USA (það er oft bara byrjunin á bylgju sem svo kemur síðar hingað til okkar) er að láta "umskera" sig. Ég er að nota þetta orð umskera því ég get ekki séð að þetta sé neitt annað. Konur fara semsagt til lýtalæknis og láta skera af sér skapabarmana!! Ástæða: til þess að líta út eins og klámmyndaleikkona. Takmarkið er reyndar bara að gera kynfærin eins og þegar maður var 5 ára. Lítil og sæt og ekkert extra "kjöt"! Svo voru sýndar fyrirmyndirnar úr klámmyndablöðunum og oft var ekki einu sinni hægt að sjá að þessar konur væri með nein kynfæri því það var búið að photoshoppa þær svo allsvakalega. Hvað er málið??? Sýnt var viðtal við 15 ára stelpu og móður hennar sem voru ólmar í að dóttirin færi í þessa aðgerð. Mamman var hneyksluð á því að hún gæti ekki fengið tryggingarnar til að borga fyrir þessa mjög svo nauðsynlegu aðgerð haha. Vill svo bæta við að rétt eins og ef um "venjulegan" umskurð væri að ræða minnkar næmnin á svæðinu þegar það er búið að fjarlæga skapabarmana.
Þetta er mjög kaldhæðnislegt því það var að falla fyrsti dómur nokkru sinni hérna í Danmörku sem úrskurðaði Sómalska konu í tveggja ára fangelsi fyrir að umskera dætur sínar tvær. Hvað með gellunar í USA??

Fannst líka gott að láta minna mig á að 90% af öllum myndum í blöðum eru photoshoppaðar því maður á ekkert að vera að bera sig saman við eitthvað sem er ekki einu sinni til! Glanstímaritin græða peninga á því að við berum okkur saman við óraunsæjar ímyndir sem fær okkur svo til þess að kaupa allt það sem á vantar. Tímaritin eru engan vegin hlutlaus og myndu aldrei gagnrýna snyrtivöruiðnaðinn því þeir eru algjörlega í vasanum hjá þeim því þau borgar svo mikið fyrir auglýsingarnar sínar. Vörur sem eru auglýstar sem hrukkukrem og annað virka hreinlega ekki og það er enginn sem þorir að segja það.

Reynum að sjá í gegnum nýju klæði keisarans og sættum okkur við "gallana" okkar og lærum að þykja vænt um okkur eins og við erum!! Það er mottó dagsins...auðveldara sagt en gert.

2 comments:

Unknown said...

Vá það er til svo kreisí lið, og einnig virðist vera of auðvelt að heilaþvo einhverja.

Anonymous said...

Jæjajæja brjálað að gera enginn tími fyrir blog? Miss u darling,hlakka til að fá fréttir...