Skrifaði þessa færslu fyrir Akureyrargellurnar en ákvað að skella þessu inn hérna líka :
Ég hef alltaf fylgst vel með femínistaumræðunni en finnst of að umræðan sé orðin pínu þunn og full af endurtekningum. Ég horfði þó á heimildaþátt um konu sem vildi skoða málið aðeins því móðir hennar hafði verið harðsnúinn feministi á hippatímanum og var á móti ÖLLU og dóttirin var kannski ekki alveg sammála en vildi skoða hvernig staðan væri úti í samfélaginu miðað við þá. Mamman barðist til dæmis á móti því að konur rökuðu sig og þess háttar sem henni fannst kúgandi fyrir konur. Dóttirin var reyndar mjög venjuleg stelpa og vildi bara á hlutlausan hátt kanna stöðuna á fegurðarrímyndinni.
Ætla ekkert að segja ykkur endilega frá öllu sem gerðist en það sem ég sjokkeraðist mest yfir er að það nýjasta í USA (það er oft bara byrjunin á bylgju sem svo kemur síðar hingað til okkar) er að láta "umskera" sig. Ég er að nota þetta orð umskera því ég get ekki séð að þetta sé neitt annað. Konur fara semsagt til lýtalæknis og láta skera af sér skapabarmana!! Ástæða: til þess að líta út eins og klámmyndaleikkona. Takmarkið er reyndar bara að gera kynfærin eins og þegar maður var 5 ára. Lítil og sæt og ekkert extra "kjöt"! Svo voru sýndar fyrirmyndirnar úr klámmyndablöðunum og oft var ekki einu sinni hægt að sjá að þessar konur væri með nein kynfæri því það var búið að photoshoppa þær svo allsvakalega. Hvað er málið??? Sýnt var viðtal við 15 ára stelpu og móður hennar sem voru ólmar í að dóttirin færi í þessa aðgerð. Mamman var hneyksluð á því að hún gæti ekki fengið tryggingarnar til að borga fyrir þessa mjög svo nauðsynlegu aðgerð haha. Vill svo bæta við að rétt eins og ef um "venjulegan" umskurð væri að ræða minnkar næmnin á svæðinu þegar það er búið að fjarlæga skapabarmana.
Þetta er mjög kaldhæðnislegt því það var að falla fyrsti dómur nokkru sinni hérna í Danmörku sem úrskurðaði Sómalska konu í tveggja ára fangelsi fyrir að umskera dætur sínar tvær. Hvað með gellunar í USA??
Fannst líka gott að láta minna mig á að 90% af öllum myndum í blöðum eru photoshoppaðar því maður á ekkert að vera að bera sig saman við eitthvað sem er ekki einu sinni til! Glanstímaritin græða peninga á því að við berum okkur saman við óraunsæjar ímyndir sem fær okkur svo til þess að kaupa allt það sem á vantar. Tímaritin eru engan vegin hlutlaus og myndu aldrei gagnrýna snyrtivöruiðnaðinn því þeir eru algjörlega í vasanum hjá þeim því þau borgar svo mikið fyrir auglýsingarnar sínar. Vörur sem eru auglýstar sem hrukkukrem og annað virka hreinlega ekki og það er enginn sem þorir að segja það.
Reynum að sjá í gegnum nýju klæði keisarans og sættum okkur við "gallana" okkar og lærum að þykja vænt um okkur eins og við erum!! Það er mottó dagsins...auðveldara sagt en gert.
Tuesday, January 27, 2009
Thursday, January 22, 2009
Fyrsta bloggið 2009
Nohh! Það er greinilega fólk sem ennþá nennir að skoða bloggið mitt! En gaman :)
Lífð hefur verið rosalega skrítið í janúar og rokkað frá því að vera alvont yfir í að vera bara nokkuð spennandi og skemmtilegt. Ég á eitthvað erfitt með að fara frá honum Frank mínum í langan tíma og hef verið í miklum vangaveltum hvað ég eigi að gera í sambandi við verknámið mitt. Hef þurft að standa í smá veseni við sálfræðinginn í verknáminu sem er pínu ósveigjanlegur í sambandi við lengd verknámsins. Seinasta tilboð er að vera þangað til um 20.apríl sem eru hátt í þrír mánuðir úff!! Er að rannsaka málið sem er ansi erfitt þar sem fólk virðist svara emailum mjög seint og um síðir og stressið minnkar ekkert við það. Æi af hverju getur lífið aldrei verið bara pínu einfalt? Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef ekkert bloggað, er bara í neikvæðniskasti hérna flestalla daga að díla við hinar og þessar stofnanirnar.
Að skemmtilegri efnum þá var alveg hrikalega gott að vera heima um jólin. Hef bara sjaldan átt jafn hugguleg jól. Fékk fullt af quality time með litlu skottunum mínum og hitti gömlu góðu vinkonurnar mínar sem ég vill alls ekki missa sambandið við. Mestum tíma eyddi ég þó í faðmi foreldra minna sem var alveg frábært :)Frábært hvað þessi jól voru löng og hvað fólk hafði góðan tíma til að bara slappa af. Auðvitað var fullt af góðu fólki sem ég náði ekki að hitta en vonandi rætist úr því næst þegar ég kem.
Fannst mjög stórt þegar Obama tók við embætti sínu á þriðjudaginn. Ég og Frank vorum með tárin í augunum þegar Obama hélt ræðuna sína. Mér fannst eitthvað hátíðlegt við hann og fylltist strax jákvæðni og bjartsýni þó að maður megi ekki búast við of miklu því verkefni hans framundan er bæði stórt og flókið. Finnst bara fallegt að sjá hvað hann hefur góð áhrif á fólk allastaðar í heiminum og hann virðist vera vinsæll nú þegar og kannski mun hann geta notað það til að koma á meiri friði og betri samskiptum milli landa. Rússland er reyndar eitthvað í fílu en það er svosem ekkert nýtt hehe.
jæja krúttbomburnar mínar, takk fyrir að nenna að kíkka á þessa röfl í mér ! :)
Lífð hefur verið rosalega skrítið í janúar og rokkað frá því að vera alvont yfir í að vera bara nokkuð spennandi og skemmtilegt. Ég á eitthvað erfitt með að fara frá honum Frank mínum í langan tíma og hef verið í miklum vangaveltum hvað ég eigi að gera í sambandi við verknámið mitt. Hef þurft að standa í smá veseni við sálfræðinginn í verknáminu sem er pínu ósveigjanlegur í sambandi við lengd verknámsins. Seinasta tilboð er að vera þangað til um 20.apríl sem eru hátt í þrír mánuðir úff!! Er að rannsaka málið sem er ansi erfitt þar sem fólk virðist svara emailum mjög seint og um síðir og stressið minnkar ekkert við það. Æi af hverju getur lífið aldrei verið bara pínu einfalt? Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef ekkert bloggað, er bara í neikvæðniskasti hérna flestalla daga að díla við hinar og þessar stofnanirnar.
Að skemmtilegri efnum þá var alveg hrikalega gott að vera heima um jólin. Hef bara sjaldan átt jafn hugguleg jól. Fékk fullt af quality time með litlu skottunum mínum og hitti gömlu góðu vinkonurnar mínar sem ég vill alls ekki missa sambandið við. Mestum tíma eyddi ég þó í faðmi foreldra minna sem var alveg frábært :)Frábært hvað þessi jól voru löng og hvað fólk hafði góðan tíma til að bara slappa af. Auðvitað var fullt af góðu fólki sem ég náði ekki að hitta en vonandi rætist úr því næst þegar ég kem.
Fannst mjög stórt þegar Obama tók við embætti sínu á þriðjudaginn. Ég og Frank vorum með tárin í augunum þegar Obama hélt ræðuna sína. Mér fannst eitthvað hátíðlegt við hann og fylltist strax jákvæðni og bjartsýni þó að maður megi ekki búast við of miklu því verkefni hans framundan er bæði stórt og flókið. Finnst bara fallegt að sjá hvað hann hefur góð áhrif á fólk allastaðar í heiminum og hann virðist vera vinsæll nú þegar og kannski mun hann geta notað það til að koma á meiri friði og betri samskiptum milli landa. Rússland er reyndar eitthvað í fílu en það er svosem ekkert nýtt hehe.
jæja krúttbomburnar mínar, takk fyrir að nenna að kíkka á þessa röfl í mér ! :)
Subscribe to:
Posts (Atom)