Tuesday, July 31, 2007

Sumarfríið

Sumarið kemur barasta ekkert í Danmörku þetta árið :( Rigning, meiri rigning og aftur rigning. Ég hef samt átt mjög skemmtilegt sumar og get því ekki kvartað mikið. Ég var í sumarfríi sem er eitthvað sem ég fékk einmitt ekki í fyrra en þá var 30 stiga hiti nánast daglega.

Eftir Hróa komu Sólrún og Anna til mín og við skemmtum okkur konunglega! Við fórum að sjálfsögðu beint á djammið þrátt fyrir þreytu og slen. Þynnkan stoppaði okkur svo ekki í að njóta okkar í hjarta bæjarins þar sem kaffihús og búðir voru prófuð. Það var mikið spjallað og hlegið og ég dustaði rykið aðeins af gömlu góðu íslenskunni sem er þarna ennþá.
Vinkonur eru gulls ígildi :)

Mamma og pabbi ásamt Katrínu systur og börnum skelltu sér svo til Danmerkur þann 18.júlí en þau fengu íbúð til leigu í viku í Kaupmannahöfn. Ég fór og hitti þau svo þann 20. og fékk að vera með þeim í íbúðinni. Vegna veðurs var ekki farið í Tivoli og dýragarða heldur Experimentarium, Fields, og svo voru búðirnar rannsakaðar aðeins. Við höfðum það líka gott á kvöldin með bjór í annari og nammi í hinni hehe. Eitt kvöldið hafði ég engan bjór í hönd og fannst Bjarma það alveg ómögulegt og nánast skipaði mér að fara inn í eldhús og sækja mér bjór! Börnin voru náttúrulega bara frábær og ég hló mig máttlausa nánast hvern einasta dag því þau eru svo fyndin. Við fórum til dæmis til Horsens að hitta fjölskylduna hans Franks þar sem börnin náðu að heilla alla þar upp úr skónum. Bjarmi reifst til dæmis við pabba hans Franks sem heitir Max um að hann héti sko ekkert Max heldur Mix! haha. Á Jótlandi var ýmislegt skoðað eins og: Kattegatcentret náttúran og gamlar byggingar, miðbær Horsens og Aarhus og fleira.

Núna er vinnan tekin við sem er bara fínt því nú þekki ég allt þetta fólk sem þýðir að mér líður eins og ég sé að hjálpa vinum mínum og við spjöllum um allt milli himins og jarðar. Það er líka svo krúttlegt hvað gamalt fólk hefur mikinn áhuga á því sem maður er að gera og þeim finnst maður alltaf svo duglegur og frábær. Ef maður opnar krukku til dæmis þá er maður algjör ofurhetja í þeirra augum því það er eitthvað sem þau hafa ekki getað gert í kannski fleiri ár en ég hef lifað ! Nú þarf ég bara að skella mér í smá "afvötnun" þar sem ég reyni að hætta að sukka með mat, nammi og áfengi og reyni að hreyfa mig meira og jafnvel fá mittið mitt aftur !

Góð versló til ykkar allra

4 comments:

Anna Þorbjörg said...

Hljómar voða skemmtilega allt saman, sérstaklega þegar vinkonurnar Sólrún og Anna voru í heimsókn!
Takk enn og aftur fyrir okkur, ekkert smá gaman að sjá hvernig þú lifir lífinu þarna í útlandinu :)

Anonymous said...

Sammála síðasta ræðumanni, allt annað að lesa bloggið nú þegar ég get séð þig fyrir mér við tölvuna. Takk takk takk fyrir mig og skilaðu kveðju til Franks, ég smakka guacamolið hans næst þegar ég kem í heimsókn, eða þá avocado súpu.

Gott að heyra að fjölskyldheimsóknin var velheppnuð þrátt fyrir veður, það er alltaf svo gott að vera aðeins með familiunni.

Anonymous said...

Þetta er skemmtileg samantekt af sumrinu, þú skrifar svo skemmtilega og ert sem betur fer dugleg við það því það er svo gaman að fylgjast með :) :) :)

P.S Bið að heilsa Frank.

Anonymous said...

Hljómar vel þrátt fyrir veðrið - Kveðja Sóley