Tuesday, March 10, 2009

Hamingja á bænum

Nenni varla að afsaka mig endalaust fyrir bloggletina. Við höfum haft nóg um að hugsa seinustu vikur og mánuði. Við erum að undirbúa okkur undir foreldrahlutverkin í fyrsta sinn :) Við erum heilum helling hamingjusamari og full af tilhlökkun. Það er gaman að það sé alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt að gerast. Óþekktir draumar og vonir poppa upp þegar maður á síst von. Við erum bæði hætt að drekka áfengi sem gerir líf okkar mjög rólegt og þægilegt :) Vildi að ég hefði hætt að drekka fyrir mörgum árum!! Við vitum ekki hvort kynið krílið er enda alveg sama. Ég er bara mest spennt að það hafi það gott að komi í heiminn á réttum tíma. Finnst líka eitthvað pínu skrítið að vita kynið því ég er frekar mikill jafnréttissinni og finnst ekki að maður eigi að missa sig í bleiku eða bláu áður en barnið er komið í heiminn. Frank heimtar þó að fá að vita kynið þannig að við munum líklegast vita það næst þegar ég fer í sónar um miðjan apríl.

Líka gaman að því að ég er ekki sú eina sem er að fara að eignast barn í september. Ætla nú samt ekkert að gefa upp nein nöfn hérna en þið vitið hver þið eruð ! haha :)

knús

6 comments:

Hadda said...

Innilega til hamingju bæði tvö;) Bætir lífið og gerir það innihaldsríkara að eiga svona gull;)

kveðja frá London,
Hadda

Frankrún said...

Takk Hadda mín :) Ég er mjög spennt að kynnast nýjum hliðum á sjálfri mér og Frank. Held þetta verði ævintýri með upp og niður túrum! Alveg eins og lífið á að vera.

Anonymous said...

Hlakka svo til að fara sjá kúlumyndir af stelpunni :) verður manni ekki sendar svoleiðis annrs?

ingarun said...

ha ertu að meina þetta? vá frábært!! hjartanlega til lukku:)

Anonymous said...

Ég er bara ánægð að þú sérst ekki alveg hætt að blogga, þú skrifar alltaf svo skemmtilega :) Mér finnst alveg frábært að Frank sé með þér í áfengisbindindinu... mjög svo virðingarvert, ekki allir verðandi pabbar sem láta sig hafa það. Hlakka svo til að fá að sjá kúlumyndir :) Fylgistu ekki með í hverri viku (eða oftar)hvernig fóstrið lítur út? vá þarf að fara rifja upp... Þú mátt líka vera dugleg að minna mann á hvað þú ert komin margar vikur :)

Anonymous said...

takk takk:) Jú ég fylgist með hvernig barnið þroskast viku eftir viku. Er núna í 16+1 og það er farið að sjást smá á mér, alls ekki mikið. Ég bjóst við að þetta myndsi gerast hraðar, kvarta þó ekkert hehe. Er hress og kát og hef það gott!knús
Kristrún