Þá ég er ég officially " a fatso"! :)
Ég hef það rosalega gott og er full af orku þessa dagana enda ekki annað hægt þar sem ég er bókstaflega að drukkna í skólanum. Er í fullri vinnu í verknáminu og er svo að skrifa tvær 20 blaðsíðna ritgerðir plús eina 8 blaðsíðna og bara mánuður til stefnu. Ég er að vinna í tveimur rannsóknum í verknáminu og það er oft erfitt því það þau sem ég er að "vinna fyrir" þurfa oft á mér að halda á sama tíma, til dæmis núna. Ég er svo alltaf að hoppa á milli verkefna sem krefur vissrar hæfni til að skipuleggja tíma sinn vel. Ég verð að segja að þetta gengur þó alveg ótrúlega vel þó að sumir dagar geti verið ansi langir og ritgerðirnar sitja á hakanum.
Að persónulegri málum er ég orðin ansi ólétt, vanfær, þunguð og allt það haha. Er ekki ennþá búin að tengja þetta við hausinn á mér en þetta verður raunverulegra því meiri hreyfingar ég finn og því meira sem ég stækka. Ég er búin að þyngjast mjög lítið og er í raun bara með kúlu að framan sem er rosa fínt ;) Það eru myndir af mér á Facebook fyrir forvitna. Við erum á fullu að finna framtíðarheimili fyrir okkur þrjú :) Við skoðuðum eina íbúð áðan sem var alveg fullkomin fyrir okkur EN á ömurlegum stað. Mjög mjög langt frá vinnunni hans Frank og skólanum mínum. Við erum svo að fara að skoða aðra íbúð á morgun sem okkur langar geðveikislega að fá en þá þurfum við að borga tvöfalda leigu í tvo mánuði!! svo er það lika frekar dýr íbúð en hún er á mjög góðum stað og mjög stór (nóg pláss fyrir gesti ;) ). Nú þarf sko að setja allt á vogarskálina góðu og vega og meta galla og kosti. Ég er samt mjög spennt og jákvæð gagnvart þessu allt í einu en ég hef verið frekar fúl útí markaðinn seinustu vikur.
Veðrið er annars bara geggjað gott þessa dagana sem er æðislegt og ég svitna eins og grís í skólanum hehe. Það er alltaf mjög heitt á skrifstofunni minni þar sem sólin skín beint inn um gluggan minn á 7.hæð. Reyndar er pirrandi hvað fólk er farið að vera brúnt og ég alltaf jafn föl þar sem ég hangi bara inni og læri alla daga. Var samt að spá í að fara á smá sálfræðinga brunch um helgina í 20 stiga hita :)
Kosningar eru handan við hornið og ég fór í fylkingu með krökkunum úr skólanum og nýtti kosningaréttinn minn. Reyndar voru upplsýsingarnar á skrifstofunni geggjað lélegar og allt í einu leit út fyrir að ég mætti ekki kjósa. Ég er þó búin að senda kosningaseðilinn minn og vona að allt sé í orden. Ég reyndi að hafa samband við sýslumanninn í Reykjavík en enginn vildi svara mér þar og ég hef ekki hugmynd um hvert annað ég á að leita.
Vonandi ætla allir að kjósa !! Plís ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn! látum ekki söguna endurtaka sig.
Wednesday, April 22, 2009
Subscribe to:
Posts (Atom)