Thursday, February 19, 2009

Sorry!

Já ég verð að viðurkenna að blogg löngunin minnkar þegar maður dettur í Facebook fíknina hehe já þarna kom ég útúr skápnum. Hef í raun haft of mikinn tíma seinustu vikurnar og haft eitthvað minna að segja. Núna er hinsvegar brjálað að gera sem er fínt.

Fréttirnar eru þær að ég er byrjuð í praktik eða réttara sagt verknámi. Ég er rannsóknaraðstoðarmaður í háskólanum. Ég byrjaði í fyrir alvöru seinasta þriðjudag og hef í raun ekki náð að gera mjög mikið því töluvkallinn var tregur við að tengja mig við tölvukerfið. Ég er annars með skrifstoufu í láni hjá einni sem er í fæðingarorlofi en hún var að eignast tvíbura!! Er á efstu hæð og er með hafútsýni :) Útsýni í Danmörku er eins og sumar á Íslandi, non existant! haha. Ég er að tölvunördast þessa dagana. Er að vinna í SPSS fyrir þá sem það þekkja, semsagt geðveikt stuð! Er annars bara feimin og bæld í kringum allt phd fólkið þarna sem er voða pro að gera rannsóknir á fullu. Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi að svona rannsóknarvinnu og enda svo í þessu sjálf haha gott á mig...hefði átt að taka aðeins betur eftir í aðferðafræðinni! Nei nei þetta er alveg spennandi og ég læri helling, gott að fara aðeins út úr kassanum.

Fór aðeins á tjúttið seinustu helgi en Natalie ameríska kærastan hans Árna vinar míns kom í heimsókn til Aarhus. Við fórum út að borða á geggjað næs grískum veitingastað og skelltum okkur svo á besta kokteil bar bæjarins. Það sem Árni svo ekki vissi var að ég og Natalie vorum búnar að undirbúa surprise afmælis party fyrir hann og restin af sálfræðipíjunum beið eftir okkur til að koma honum á óvart. Ég var líka búin að kaupa flotta gulllitaða pappírs kórónu handa kallinum sem var skellt á kollinn á honum þegar stelpurnar görguðu surpise og hann stóð algerlega frosin og í sjokki hehe :) Frekar mikið Kodak móment.

Ég þjásti af gríðarlegri heimþrá þessa dagana því ég var náttúrulega búin að ákveða að fara heim í verknám og var farin að hlakka geggjað til að geta verið með mínu fólki.

Hlakkar til að hafa það huggó um helgina í faðmi Franks. Við erum að spá í að kíkka á listasafn að skoða eitthvað mjög cool :) Þarf annars að læra svakalega mikið! Úff veit ekkert hvernig þessi önn endar eiginlega.

vonandi kemur nú einhver smá hreyfing á þetta blogg á næstunni!