Tuesday, July 21, 2009

Mismunandi menningarheimar

Þá er maður aldeilis búinn að ferðast og kynnast nýjum hliðum tilverunnar þetta sumarið og enn er fullt eftir!
Skellti mér fyrst til Akureyrar sem er fallegasti bær í fallegasta landi heimsins! ;) Var rosalega heppin með veðrið en það var sól og sumar allan tímann! Geggjað ljúft og pallurinn hjá mömmu var nýttur vel, bara verst að eldhúsið var nálægt þannig að það var non stop át á manni hehe. Ég hitti alveg ótrúlega fallegt og gott fólk sem ég sakna endalaust mikið þannig að ég fyllti á vina og fjölskyldubatteríin sem er nauðsynlegt. Fór meðal annars á ættarmót sem var mjög gaman og ótrúlegt hvað yngstu kynslóðirnar voru búnar að fjölga sér og enn skemmtilegra að sjá að ættaróðalið á Dalvík er fullt af ungu fólki og börnum. Ég stoppaði ekki lengi á ættarmótinu þar sem ég var á leið í brúðkaup hjá frænku minni. Þar hitti ég svo fullt af góðu fólki og fékk alveg frábæran mat. Náði svo heilum tveimur þrítugsafmælum! Allir að fara að gifta sig í sumar þannig að það var gaman að heyra aðeins hvernig undirbúningurinn gekk og svona. Bestu vinkonurnar því allar að annaðhvort að fara að eignast börn eða að fara að gifta sig! Þær fáu sem voru ekki í þeim pakkanum eru að verða þrítugar eða að meika það í borg óttans! Ég talaði örugglega í marga klukkutíma um óléttur og börn og fleira í þeim dúrnum hehe.
Eftir að ég kom heim aftur beið mín heil vika af engu þar sem ég fékk voða mikla heimþrá og langaði ekkert að vera í Danmörku og fannst allir heimskir og leiðinlegir hérna hehe. Svo fór Frank loksins í viku sumarfrí og við fórum í mjög skemmtilegt ferðalag til Vestustrandar Jótlands þar sem foreldrar Franks eiga sumarbústað. Þar voru foreldrar hans og systir sem við eyddum fimm dögum með. Það var fyndið að vera þarna því sumarbústaðurinn er í stóru sumarbústaðaþorpi sem ég myndi kalla "Littla Þýskaland" því 80% af þeim sem þarna búa eru þjóðverjar! Allir að tala þýsku og búðirnar fullar af þýsku skiltum. Við vorum mjög heppin með veður þó spáin hafi verið leiðinlegt og þó það hafi rignt aðeins inni á milli. Ég varð í alvörunni brún sem gerist ótrúlega sjaldan! Litli kútur var eitthvað með vesen og vildi helst bara hvíla lappirnar í rifbeinunum á mér þannig að ég var eitthvað voða þreytt í bakinu og rifbeinunum og gat engann veginn fundið neinar stellingar til að sitja í eða sofa í sem gerði það að verkum að ég var nett orkulaus. Frank og systir hans prófuðu að fara í kajak siglingu og við fórum meðal annars út að borða og kíktum í búðir en það virðist vera að búðarráðp sé alveg málið þarna sem kom mikið á óvart. Auðvitað var ströndin prófuð og við kíktum aðeins á varnaskýli frá því í seinni heimstyrjöld og á smá listasýningu.
Hefði kannski átt að vera búin að skrifa hérna fyrir löngu en svo var mér nefnilega boðið í arabískt brúðkaup sem ég fór í á föstudaginn seinasta. Það var sko ferðalag útaf fyrir sig! Ég verð að segja að það var töluvert meira fjör þarna enn í flestum brúðkaupum sem ég hef verið í. Þetta var aðeins fyrir konur og þær voru mjög léttklæddar og með rosa makeup og mjaðmirnar voru sko ekkert sparaðar í danssporunum!! Rosa flottar konur :) Frá klukkan sjö til um tíu var dansað stanslaust og það eina sem var í boði var smá snakk og gos. Ég bjóst reyndar við aðeins meiri mat en svo um hálf ellefu fengum við öll shawarma. Brúðurin mætti svo á svæðið frekar seint og það var í fyrsta sinn sem ég sé vinkonu mína án þess að vera "hulin" en hún var ekki með slæðu og var í mjög flottum flegnum kjól. Maðurinn hennar kom svo aðeins seinna og þau dönsuðu og skáru tertuna og fleira. Þau voru ótrúlega falleg saman og mjög feimin enda bara 21 árs gömul. Svo aðeins síðar kom restin af körlunum og þá fóru allar konurnar í þvílíku múdderingarnar og settu risa slæður á hausinn og maður átti alveg mjög erfitt með að þekkja þær frá hvor annari. Eftir að karlarnir komu varð allt alveg vitlaust og þeir dönsuðu þvílíkt og svo dönsuðu fjölskyldurnar saman og allir voru rosa glaðir og spenntir. Það var ekkert áfengi í boði enda er það alveg bannað en samt var enginn feiminn eða stífur. Fyndið að við norðurlandabúar þurfum alltaf að vera blindfull til þess að geta skemmt okkur. Ég og þýsk vinkona mín vorum frekar feimnar en létum okkar hafa það að dansa heilan helling sem var geggjað gaman og ég lærði nokkur ný spor ;)
Nú er þetta orðið allt allt of langt !! sorrý ætti að skrifa oftar en nenni því bara ekkert voðalega oft!!

Wednesday, June 10, 2009

Kaupmannahöfn-Horsens-Aarhus

Seinasta helgi vera ansi góð. Við störtuðum þreyttum föstudegi (ennþá þreytt eftir alla flutningana) á því að fara með rútunni til Kaupmannahafnar. Á leiðinni sáum við þýskan kafbát! Svo sat lítill japani við hliðina á okkur í ferjunni sem var að teikna allan tíman frekar svalar japanskar myndir í litla bók, þannig að hann teiknaði bara á bókstafina sem var frekar flott. Við vorum svo í Kaupmannahöfn hjá Gunna og Nínu og Axeli litla ofurkrútti og hittum svo Jesper og Henriette niðrí bæ fyrir tónleikana. Það var festival á götum úti í Vesterbro og verið að spila allskonar geggjaða tónlist. Það var til dæmis verið að spila mjög svala elektró tónlist og það fyndna var að allir rónarnir voru farnir að dansa og svo við hliðina á þeim dönsuðu krakkar með foreldrum sínum. Kaupmannahöfn er svöl! :)
Þetta var í fyrsta sinn sem ég kem inn á Stóra Vega (skamm!) og vá hvað þetta er ógeðslega flottur staður. Alveg original frá 1956 sem er sko alveg minn tebolli. Tónleikarnir voru mjög góðir og fólk hreinlega missti sig í lokin því þetta voru líklegast seinustu tónleikar Psyched up Janis ever eða amk í mörg ár. Fólk crowd surfaði á milljón og hoppaði eins og villingar. Sem betur fer sat ég í sæti á svölunum og gat því verið alveg róleg með bumbuna mína ;) Sá litli var búinn að taka því óvenju rólega þennan daginn og ég var að verða stressuð yfir því en svo þegar rokkið byrjaði færðist aldeilis líf yfir þann stutta ;) Greinilega rokkari eins og mamman! (...ok og pabbinn). Daginn eftir vorum við vakin með "lagkage" og bollum nammmi nammi! Takk Nína :) Síðan var brunað með lestinni til Horsens þar sem okkar beið enn ein snilldar lagkagen og kaffi :) Foreldrar Franks voru búin panta mat af veitingastað fyrir 10 manns en við fengum heilu fjöllin af mat og við hefðum örugglega getað boðið allri götunni í mat. Það voru allskonar mismunandi réttir og svo svakalegt kökuhlaðborð á eftir-me likey. Ég var svo södd að ég gat varla andað og gat ekki einu sinni smakkað alla eftirréttina sem var bömmer hehe. Frank fékk fullt af góðum gjöfum og ég fékk eina líka ;) Fékk rosalega flottan síðerma bol frá systur hans Frank sem ég get verið í eitthvað áfram og svo eftir að ég er búin að eiga.

Ég fór til ljósunnar í dag og allt gekk rosa vel og er eins og það á að vera sem er bara æðislegt. Ég var hrædd um blóðþrýstinginn en hann er dottinn niður aftur og er eiginlega bara mjög lár. Þetta stress og flutningar voru kannski ekkert það besta fyrir líkamann en ég er ánægð með að ég hafi þolað þetta og sé í góðum málum.

Næsta mál á dagskrá er að þrífa Herluf gamla fyrir hann Allan sem ætlar að taka yfir um helgina. Ég á eftir að sakna þess svo að búa hérna en hlakkar líka rosalega til að koma mér vel fyrir í Hvidklövervej :) Allan er algjörlega ástfanginn af Herluf og er að springa úr spenningi að fá að flytja inn sem er æðislegt því maður þarf að elska þessa íbúð til að geta búið hérna. Ég hlustaði á Rás tvö í allan gærdag á netinu á meðan ég þreif í um 6 tíma! Var svo orðin ansi lúin í grindinni og bakinu undir lokin. Í dag verður leikurinn endurtekinn og vonandi næ ég að klára að þrífa.

Gaman að vita að það sé fólk þarna úti sem nennir að lesa bloggið :) Takk!

og Inga mín já það hefði sko verið gaman að smella einum á þig líka! Það getur verið að ég fari bráðlega aftur til Köben og þá læt ég þig sko vita!

Wednesday, June 03, 2009

Nýtt blogg-Nýtt líf

Mér var farið að finnast eitthvað fáir hafa áhuga á þessum fréttum mínum þannig að ég er búin að vera frekar löt að skrifa hérna. Það er líka búið að vera geðveikislega mikið að gera hjá mér seinustu vikur! Enda er mér illt í hálsi, eyrum og nefi í dag, púra þreytueinkenni held ég.

Ég byrjaði á því að taka að mér frekar eitt stórt verkefni í praktíkinni og svo eitt "lítið" og skemmtilegt. Þetta þýddi að ég var uppí skóla á mánudögum sveitt að reikna áreiðanleika út frá 9 til fjögur (mjög oft án pása) og var svo að greina vídeó til klukkan hálf sjö. Hina dagana var ég uppí skóla frá 9 til fimm að vinna í praktíkinni. Ekki öll verkefnin voru jafn skemmtileg og ég alltaf ein á skrifstofunni minni sem var frekar einmannalegt þannig að ég var orðin mjög háð útvarpinu mínu. Mér var svo boðið að koma með til Kaupmannahafnar og halda hálftíma fyrirlestur um niðurstöður úr litlu rannsókninni minni. Ég hafði voða lítinn tíma til að klára rannsóknina og var að búa til slide show kvöldið áður þannig að ég náði voða lítið að undirbúa hvernig ég ætlaði að segja frá niðurstöðunum. Ferðin gekk vel og það var tekið ótrúlega vel á móti okkur í Kaupmannahöfn. Við vorum í Center for familieudvikling sem er staður sem sérhæfir sig í parþerapíu og þess háttar. Ég átti svo að segja þeim hvaða umræðuefni er "vinsælast" þegar pör úr stórri phd rannsókn áttu að ræða "heit" vandamál. Helstu niðurstöður mínar voru svo að að fólk ræðir mjög mikið um heimilisstörf og samskipti, ég skoðaðir reyndar ýmisslegt annað sem var líka rætt mikið. Ég var mjög ánægð með fyrirlesturinn og við höfðum það huggulegt þarna og allir voru alveg rosalega næs. Við sungum sumarsöngva og borðuðum hádegismat á litlum svölum uppá 6.hæð með útsýni yfir þök Striksins í Kaupmannahöfn sem er sjarmerandi. Allir voru æstir í að tala um hin og þessi verkefni sem þeir voru að vinna að og ég fræddist ótrúlega mikið um heimilisofbeldi, samtalsmeðferð fyrir pör, rannsóknarsnið og fleira gotterí fyrir heilann. Ég hitti svo Gunna, Nínu og Axel litla eftir fyrirlesturinn og hafði það huggó með þeim þangað til ég fór aftur til Aarhus. Ég er svo formlega búin með praktíkin mína núna og er þokkalega ánægð með það! Mér var að meira að segja boðið að koma og vinna sem rannsóknaraðstoðarmaður í stórri rannsókn á tannlækna fóbíu sem byrjar í september en ég verð frekar busy þá hehe.

Svo eftir að hafa klárað praktíkina þurfti ég að klára tvær 20 blaðsíðna ritgerðir á einni helgi plús að ég og Frank þurftum að pakka nánast öllu dótinu okkar. Þetta var ekkert rosalega auðvelt og ég var að drepast í öllum líkamanum á sunnudeginum. Það frekar erfitt að flytja með svona bumbu ! Það er ótrúlegt hvað magavöðvarnir verða slappir og stuttir. Við Frank vorum einmitt að spá í að hanna bumbuhaldara fyrir óléttar konur hehe. Á mánudaginn fluttum við svo allt okkar hafurtask í nýju íbúðina okkar sem var mjög erfitt. Þeir sem hjálpuðu voru líka alveg ónýtir eftir þetta allt saman. Við búum náttúrulega uppá 4.hæð á íslenskum mælikvarða og gangurinn okkar er frekar þröngur þannig að það var erfitt að bera allt dótið niður en núna erum við samt BARA á annari hæð sem er ekki jafn slæmt hehe. Verkefnunum var skilað í gær og við erum komin í nýju ibúðina sem er amk fyrsta skrefið. Núna er ég umvafin fjalli af drasli og á frekar erfitt með að gera eitt eða neitt. Frank er svo stressaður og upptekinn þessa dagana þannig að hann kemur heim heim úr vinnunni bara til að borða og halda áfram að vinna.
Ég þarf víst að skrifa enn eina ritgerðina en að þessu sinni eru síðurnar bara átta! Við eigum svo eftir að kaupa gardínur í alla glugga og ljós í alla íbúðina, núna erum við með tvo lampa sem við færum á milli herbergja haha. Gott væri að vera með bíl því þá gæti maður skruppið í IKEA og fjárfest aðeins í hinu og þessu. Annars ætlum við reyndar að gera stórar fjárfestingar á næstunni í tilefni þess að við séum að byrja nýtt líf og að litla krúttið okkar sé að fara að koma eftir um þrjá mánuði. Meðal annars ætlum við að kaupa stóran svefnsófa svo fólk geti komið í heimsókn til okkar og gist ;)

Við erum svo að fara til Kaupmannahafnar á föstudaginn á tónleika í tilefni þess að Frank verður þrítugur :) Svo fer að líða að því að allir vinir mínir flytji heim til Íslands :( Vá hvað geri ég án þeirra!!! Reyndar verður ein stelpa eftir sem býr nálægt mér og er með lítið barn þannig að við ætlum að reyna að gera eitthvað skemmtilegt saman.

Ég gæti skrifað endalaust enda komið langt síðan síðast og ALLT er búið að gerast! haha

Vonandi hafið þið það öll gott þarna úti!! :)

Wednesday, April 22, 2009

Bollan

Þá ég er ég officially " a fatso"! :)

Ég hef það rosalega gott og er full af orku þessa dagana enda ekki annað hægt þar sem ég er bókstaflega að drukkna í skólanum. Er í fullri vinnu í verknáminu og er svo að skrifa tvær 20 blaðsíðna ritgerðir plús eina 8 blaðsíðna og bara mánuður til stefnu. Ég er að vinna í tveimur rannsóknum í verknáminu og það er oft erfitt því það þau sem ég er að "vinna fyrir" þurfa oft á mér að halda á sama tíma, til dæmis núna. Ég er svo alltaf að hoppa á milli verkefna sem krefur vissrar hæfni til að skipuleggja tíma sinn vel. Ég verð að segja að þetta gengur þó alveg ótrúlega vel þó að sumir dagar geti verið ansi langir og ritgerðirnar sitja á hakanum.

Að persónulegri málum er ég orðin ansi ólétt, vanfær, þunguð og allt það haha. Er ekki ennþá búin að tengja þetta við hausinn á mér en þetta verður raunverulegra því meiri hreyfingar ég finn og því meira sem ég stækka. Ég er búin að þyngjast mjög lítið og er í raun bara með kúlu að framan sem er rosa fínt ;) Það eru myndir af mér á Facebook fyrir forvitna. Við erum á fullu að finna framtíðarheimili fyrir okkur þrjú :) Við skoðuðum eina íbúð áðan sem var alveg fullkomin fyrir okkur EN á ömurlegum stað. Mjög mjög langt frá vinnunni hans Frank og skólanum mínum. Við erum svo að fara að skoða aðra íbúð á morgun sem okkur langar geðveikislega að fá en þá þurfum við að borga tvöfalda leigu í tvo mánuði!! svo er það lika frekar dýr íbúð en hún er á mjög góðum stað og mjög stór (nóg pláss fyrir gesti ;) ). Nú þarf sko að setja allt á vogarskálina góðu og vega og meta galla og kosti. Ég er samt mjög spennt og jákvæð gagnvart þessu allt í einu en ég hef verið frekar fúl útí markaðinn seinustu vikur.

Veðrið er annars bara geggjað gott þessa dagana sem er æðislegt og ég svitna eins og grís í skólanum hehe. Það er alltaf mjög heitt á skrifstofunni minni þar sem sólin skín beint inn um gluggan minn á 7.hæð. Reyndar er pirrandi hvað fólk er farið að vera brúnt og ég alltaf jafn föl þar sem ég hangi bara inni og læri alla daga. Var samt að spá í að fara á smá sálfræðinga brunch um helgina í 20 stiga hita :)

Kosningar eru handan við hornið og ég fór í fylkingu með krökkunum úr skólanum og nýtti kosningaréttinn minn. Reyndar voru upplsýsingarnar á skrifstofunni geggjað lélegar og allt í einu leit út fyrir að ég mætti ekki kjósa. Ég er þó búin að senda kosningaseðilinn minn og vona að allt sé í orden. Ég reyndi að hafa samband við sýslumanninn í Reykjavík en enginn vildi svara mér þar og ég hef ekki hugmynd um hvert annað ég á að leita.

Vonandi ætla allir að kjósa !! Plís ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn! látum ekki söguna endurtaka sig.

Thursday, March 19, 2009

Fréttapakki

Margt hefur drifið á mína daga frá því ég skrifaði síðast. Ég fór í smá bæjarferð til Kaupmannahafnar frá sunnudegi til þriðjudags. Því miður var þetta ekki aflöppunarferð heldur námsferð en markmiðið var að læra að nota ADIS viðtalstækni sem er notuð á börn og foreldra þegar greina á geðraskanir og þá sérstaklega kvíðaraskanir. Það var æðislegt að fá að hitta fólk í háskólanum í Kaupmannahöfn og spjalla við þau. Ég náði að spjalla mjög náið við nokkrar frábærar konur og ein knúsaði mig bless sem yljaði mér um hjartarætur. Ég var líka hissa á því hversu vel mér gekk að rata um borgina en ég hef alltaf verið hrædd við að ferðast þarna því ég á mjög, mjög auðvelt með að villast haha. Það besta við þessa ferð var þó að hitta Gunna, Nínu og Axel litla. Þau eru náttúrulega bara hugguleg! Axel er lítill krúttkroppur að fá uppí rúm til sín snemma á morgnana og virkar eins og vítamínpilla á sálina. Mér tókst svo að kíkja vitlaust á netið og fór því með rangri rútu heim til Aarhus sem þýddi að ég þurfti að fara með ferjunni til Ebeltoft og svo þaðan með strætó til Aarhus en það var í fínu lagi hehe.

Í gær fór ég í fyrsta skiptið til ljósmóður og hún útskýrði ýmislegt fyrir mér sem ég ekki vissi! Til dæmis vissi ég ekki að legið væri vöðvi sem stækkar alveg ótrúlega mikið á meðgöngunni og verður að lokum að stærsta vöðva líkamans! halelúja! Mitt nær núna uppa að nafla, fyndið. Hún gat því miður ekki hjálpað mér með praktísk atriði eins og að svara hvort barnið mitt verði íslenskur eða danskur ríkisborgari. Mér sýnist þó á reglunum að barnið verði danskur rískisborgari því það er fætt hérna og því pabbinn er danskur. Við erum aðeins að gæla við hugmyndina að skíra heima en ég veit ekkert hvort það megi. Reyndar eru þetta hlutir sem maður þarf svosem ekkert að missa svefn yfir akkúrat núna þar sem við erum að verða pínu stressuð yfir því að finna íbúð til að búa í. Sá svo lista um daginn yfir hluti sem maður þarf að eiga þegar maður eignast barn og úff hvað maður þarf að fara að leggja höfuðið í bleyti þar svo ekki sé talað um að ég hef engin fæðingarorlofsréttindi hvorki hér né á Íslandi. Ætla að demba mér í að komast til botns í ýmsu sem fyrst. Það getur sko verið flókið mál að blanda geði(genum) við útlendinga.

Er að fara á annað námskeið á morgun og á laugardaginn sem gengur út á að læra að greina myndbönd með pörum sem eiga að leysa stærsta vandamál sambandsins. Það er víst hægt að spá með 90% öryggi hvort fólk eigi eftir að skilja eftir aðeins 10 mínútur af svona myndbandi!! pæliði í því! Þetta er stór rannsókn sem gengur út á að komast að því hvaða þættir eru áhættuþættir í sambandslitum eftir að pör eignast sitt fyrsta barn. Takmarkið er svo að prófa paranámskeið sem ganga út á að kenna fólki að vinna saman og það er líka hugsað fyrir þá foreldra sem ekki eru saman lengur en þurfa að vinna saman að barnauppeldinu. Þetta verður líklegast mjög skemmtilegt en erfitt verkefni. Ég mun semsagt vinna í þessu næstu 7 til 12 vikurnar. Þetta á vonandi eftir að kenna mér ýmislegt um að leysa öll vandamálin sem eiga eftir að koma upp á milli mín og Frank :) Loksins, loksins er verknámið mitt að verða pínu spennandi, úff hvað það er búið að vera vibbalega leiðinlegt hingað til.

Vonandi heldur sólin áfram að skína á okkur hérna í Aarhus því það er bara svo notalegt!

Tuesday, March 10, 2009

Hamingja á bænum

Nenni varla að afsaka mig endalaust fyrir bloggletina. Við höfum haft nóg um að hugsa seinustu vikur og mánuði. Við erum að undirbúa okkur undir foreldrahlutverkin í fyrsta sinn :) Við erum heilum helling hamingjusamari og full af tilhlökkun. Það er gaman að það sé alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt að gerast. Óþekktir draumar og vonir poppa upp þegar maður á síst von. Við erum bæði hætt að drekka áfengi sem gerir líf okkar mjög rólegt og þægilegt :) Vildi að ég hefði hætt að drekka fyrir mörgum árum!! Við vitum ekki hvort kynið krílið er enda alveg sama. Ég er bara mest spennt að það hafi það gott að komi í heiminn á réttum tíma. Finnst líka eitthvað pínu skrítið að vita kynið því ég er frekar mikill jafnréttissinni og finnst ekki að maður eigi að missa sig í bleiku eða bláu áður en barnið er komið í heiminn. Frank heimtar þó að fá að vita kynið þannig að við munum líklegast vita það næst þegar ég fer í sónar um miðjan apríl.

Líka gaman að því að ég er ekki sú eina sem er að fara að eignast barn í september. Ætla nú samt ekkert að gefa upp nein nöfn hérna en þið vitið hver þið eruð ! haha :)

knús

Thursday, February 19, 2009

Sorry!

Já ég verð að viðurkenna að blogg löngunin minnkar þegar maður dettur í Facebook fíknina hehe já þarna kom ég útúr skápnum. Hef í raun haft of mikinn tíma seinustu vikurnar og haft eitthvað minna að segja. Núna er hinsvegar brjálað að gera sem er fínt.

Fréttirnar eru þær að ég er byrjuð í praktik eða réttara sagt verknámi. Ég er rannsóknaraðstoðarmaður í háskólanum. Ég byrjaði í fyrir alvöru seinasta þriðjudag og hef í raun ekki náð að gera mjög mikið því töluvkallinn var tregur við að tengja mig við tölvukerfið. Ég er annars með skrifstoufu í láni hjá einni sem er í fæðingarorlofi en hún var að eignast tvíbura!! Er á efstu hæð og er með hafútsýni :) Útsýni í Danmörku er eins og sumar á Íslandi, non existant! haha. Ég er að tölvunördast þessa dagana. Er að vinna í SPSS fyrir þá sem það þekkja, semsagt geðveikt stuð! Er annars bara feimin og bæld í kringum allt phd fólkið þarna sem er voða pro að gera rannsóknir á fullu. Ég hef aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi að svona rannsóknarvinnu og enda svo í þessu sjálf haha gott á mig...hefði átt að taka aðeins betur eftir í aðferðafræðinni! Nei nei þetta er alveg spennandi og ég læri helling, gott að fara aðeins út úr kassanum.

Fór aðeins á tjúttið seinustu helgi en Natalie ameríska kærastan hans Árna vinar míns kom í heimsókn til Aarhus. Við fórum út að borða á geggjað næs grískum veitingastað og skelltum okkur svo á besta kokteil bar bæjarins. Það sem Árni svo ekki vissi var að ég og Natalie vorum búnar að undirbúa surprise afmælis party fyrir hann og restin af sálfræðipíjunum beið eftir okkur til að koma honum á óvart. Ég var líka búin að kaupa flotta gulllitaða pappírs kórónu handa kallinum sem var skellt á kollinn á honum þegar stelpurnar görguðu surpise og hann stóð algerlega frosin og í sjokki hehe :) Frekar mikið Kodak móment.

Ég þjásti af gríðarlegri heimþrá þessa dagana því ég var náttúrulega búin að ákveða að fara heim í verknám og var farin að hlakka geggjað til að geta verið með mínu fólki.

Hlakkar til að hafa það huggó um helgina í faðmi Franks. Við erum að spá í að kíkka á listasafn að skoða eitthvað mjög cool :) Þarf annars að læra svakalega mikið! Úff veit ekkert hvernig þessi önn endar eiginlega.

vonandi kemur nú einhver smá hreyfing á þetta blogg á næstunni!